Kimi búinn að vera?

Kimi Räikkönen á ferð í þýska kappakstrinum í Hockenheim. Á …
Kimi Räikkönen á ferð í þýska kappakstrinum í Hockenheim. Á eftir kemur Charles Leclerc á Ferrari. AFP

Heyrir Kimi Räikkönen sögunni til sem kappakstursmaður? Allavega í formúlu-1? Altjent er búið að kalla á varamann hans hjá Alfa Romeo frá Bandaríkjunum til að aka í hans stað í belgíska kappakstrinum um helgina.

Marcus Ericsson keppir ekki með  liði sínu í bandarísku IndyCar mótaröðinni því Alfa Romeo hefur kallað hann til starfa í Spa Francorchamps. Með forvera liðsins, Saubre, keppti Ericsson undanfarin ár. Missti  hann sæti keppnismanns við lok síðustu vertíðar en þáði í staðinn starf varamanns hjá Alfa þótt hann færi vestur um haf til keppni.

Gæti Ericsson því verið að snúa aftur til keppni með Alfa Romeo í mótunum sem eftir eru ársins en bæði liðið og ökumenn þess hafa forðast að tjá sig um þetta mál.

Marcus Ericsson gæti verið að snúa aftur til keppni í …
Marcus Ericsson gæti verið að snúa aftur til keppni í formúlu-1. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert