Haas sendir mannskapinn heim

Romain Grosjean tekur á sig kjaraskerðingu vegna kórónuveirunnar sem sett …
Romain Grosjean tekur á sig kjaraskerðingu vegna kórónuveirunnar sem sett hefur formúlu-1 í uppnám. AFP

Haas liðið í formúlu-1 hefur bæst í hóp nokkurra liða sem læst hafa bílsmiðjum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og sent starfsmennina heim. Þá munu ökumennirnir Romain Grosjean og Kevin Magnussen samþykkt að taka á sig launaskerðingu.

Hermt er að Haas, sem er með bílsmiðju sína og bækistöðvar í Englandi, hafi sótt um aðild að björgunarsjóði bresku stjórnarinnar sem borga mun um 80% af launum starfsmanna fyrirtækja sem vinna áfram í útgöngubanns vegna veirufaraldursins, aðallega í fjarvinnu. Haas er einnig með starfsemi á Ítalíu og Bandaríkjunum.

Önnur lið sem hafa lokað og sent meirihluta starfsfólksins í heimafrí eru Renault, Williams, McLaren og Racing Point.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert