Báru í víurnar fyrir Vettel og Bottas

Alain Prost varð á sínum tíma fjórum sinnum heimsmeistari í …
Alain Prost varð á sínum tíma fjórum sinnum heimsmeistari í formúlu-1. Hér er hann á ferð á Williams í Montreal. AFP

Fyrrum heimsmeistari ökumanna í formúlu-1, Alain Prost, hefur staðfest að Renault hafi átt í viðræðum við Sebastian Vettel og Valtteri Bottas en síðan ákveðið að fá Fernando Alonso til sín.

Prost er ráðgjafi Renaultliðsins og þreifaði á Vettel og Bottas í stað Daniels Ricciardo sem þá hafði ráðið sig til McLaren á næsta ári.

Alonso hefur tvisvar áður verið ökumaður Renault og hefur hann því þriðju starfslotu sína hjá franska liðinu á næsta ári, 2021.

Prost sagði að Alonso væri velkunnugt um stöðu liðsins og núverandi getu þess. Það hefði virkað sem hvatning á hann til að standa sig vel og hjálpa því fram á við.

„Fernando var einn af þremur toppökumönnum sem við ræddum við - Sebastian (Vettel) og  Valtteri líka. Valtteri ekur fyrir Mercedes og sem stendur erfitt fyrir hann að snúa baki við  Mercedes sem stendur,“ sagði Prost við Reuters-fréttastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert