Vann 92. ráspólinn léttilega

Lewis Hamilton í tímatökunni í Barcelona rétt í þessu.
Lewis Hamilton í tímatökunni í Barcelona rétt í þessu. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna ráspól spænska kappakstursins í Barcelona n og röð næstu manna var kunnugleg; liðsfélaginn Valtteri Bottas í öðru sæti og Max Verstappen á Red Bull þriðji.

Ráspóllinn er sá 92. á ferlinum og sá fimmti sem Hamilton krækir í í Barcelona.

 Í sætum fjögur til tíu urðu eftirtaldir ökumenn - í þessari röð - Sergio Perez og Lance Stroll á Racing Point, Alexander Albon á Red Bull, Carlos Sainz og Lance Norris á McLaren, Charles Lecerc á Ferrari og Pierre Gasly á Alpha-Tauri.

Sebastian Vettel varð ellefti og ólíkt síðasta móti komst hvorugur Renaultbíllinn í lokalotuna.

mbl.is