Óvissa með þátttöku fyrrverandi heimsmeistara

Sebastian Vettel gæti misst af kappakstrinum í Sádi-Arabíu.
Sebastian Vettel gæti misst af kappakstrinum í Sádi-Arabíu. AFP/Giuseppe Cacace

Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel gæti misst af annarri Formúlu 1 keppni tímabilsins í Sádi-Arabíu um helgina vegna kórónuveirunnar. Vettel keppti ekki á fyrsta móti ársins í Barein um síðustu helgi þar sem hann greindist með veiruna.

Vettel, sem varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010 til 2013, ekur fyrir Aston Martin. Í fjarveru hans keyrði Nico Hulkenberg bíl Vettels í Barein og endaði í 17. sæti.

Hulkenberg þekkir það vel að leysa ökumenn af hólmi með stuttum fyrirvera en hann fyllti í skarð þeirra Sergio Pérez og Lance Stroll hjá Racing Point-liðinu árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert