Stórslys í dag

Alfa Romero bíll Zhou Guanyu í dag.
Alfa Romero bíll Zhou Guanyu í dag. AFP

Svakalegur árekstur átti sér stað strax á ráspólnum í breska Formúlu-1 kappakstrinum í dag. Áreksturinn gerði það að verkum að kappakstrinum seinkaði um klukkustund. 

Strax í fyrstu beygjunni lenti Geogre Russell, ökumaður Mercedes og Pierre Gasly, ökumaður Williams, í árekstri. Russell lenti svo aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að bíll hans rann á hvolfi út fyrir brautina. 

Zhou var fluttur á sjúkrahús en hann er með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig. Hann birti Twitter-færslu í kjölfarið.

Sebastian Vettel, ökumaður Aston Martin og Alex Albon, ökumaður Williams, lentu einnig í árekstri og sá síðarnefndi var fluttur á sjúkrahús útaf öryggisástæðum, en það er einnig í lagi með hann. 

mbl.is