Segist skilja það ef Hamilton vill fara annað

Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í formúlu 1.
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í formúlu 1. AFP/Giuseppe Cacace

Toto Wolff, liðsstjóri formúlu 1-liðs Mercedes, segist skilja það ef Lewis Hamilton vilji fara í annað lið, takist Mercedes ekki að gera bílinn sinn nægilega góðan fyrir titilbaráttu.

Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Hann hefur verið samningsbundinn liðinu frá árinu 2013.

Hamilton hefur sjálfur sagt að það sé ekki á dagskránni hjá sér að yfirgefa Mercedes og Wolff segist halda það að hann verði áfram.

„Ég held að Hamilton yfirgefi ekki Mercedes. Hann er á því stigi ferilsins að við treystum hvor öðrum algjörlega. Við höfum myndað mjög gott samband okkar á milli og höfum ekki nokkra ástæðu til að efast um hvorn annan, þrátt fyrir að liðið sé í lægð.

En sem ökumaður, ef hann vill vinna annan heimsmeistaratitil, verður að hann að sjá til þess að hann sé hjá liði sem gefi honum nægilega góðan bíl til að vinna. Ef við getum ekki gert það þá verður hann að horfa annað, ég held að hann sé ekki á þeim stað en ég gæti ekki orðið pirraður ef hann færi.“

Mercedes hafa lotið í lægra haldi fyrir Red Bull undanfarin tvö tímabil og þrátt fyrir að tímabilið í ár sé nýhafið virðist engin breyting verða á því. Hollendingurinn Max Verstappen vann fyrstu keppni ársins með miklum yfirburðum og lítur Red Bull-bíllinn afar vel út.

Á sunnudaginn fer fram annar kappakstur tímabilsins í Jeddah í Sádí-Arabíu.

Lewis Hamilton í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær en um …
Lewis Hamilton í Jeddah í Sádí-Arabíu í gær en um helgina fer fram kappakstur þar. AFP/Giuseppe Cacace
mbl.is