Saadi Gaddafi féll á lyfjaprófi

Saadi Gaddafi með keppnistreyju sína.
Saadi Gaddafi með keppnistreyju sína. AP

Saadi Gaddafi, sonur Gaddafis leiðtoga Libýu, hefur verið á mála hjá ítalska knattspyrnuliðinu Perugia án þess að láta mikið að sér kveða á vellinum. Lyfjaeftirlit ítölsku Ólympíunefndarinnar sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem að fram kemur að Saadi Gaddafi hafi fallið á lyfjaprófi.

Perugia hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri þar sem að forseti félagsins hefur leitað m.a. að konu frá Norðurlöndunum til þess að leika í fremstu víglínu félagsins og auk Saadi Gaddafi hefur Ben Johnson fyrrum heimsmethafi í 100 metra hlaupi verið félaginu innan handar við sprettþjálfun liðsins. Kanadamaðurinn féll sem kunnugt er á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988.

mbl.is