Grétar samdi við Young Boys til 2007

Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður frá Siglufirði, hefur gengið frá samningi við svissneska félagið Young Boys frá Bern, til hálfs þriðja árs, eða vorsins 2007. Grétar Rafn, sem er 23 ára miðjumaður, hefur spilað með Skagamönnum undanfarin fimm ár en var laus undan samningi við þá um áramót. Hann hefur verið í sambandi við svissneska félagið frá því síðasta vor þegar hann æfði með því en hann fór þangað alfarinn eftir áramótin.