Byrjunarlið Íslands

Eiður Smári Guðjohnsen verður vonandi á skotskónum með íslenska landsliðinu ...
Eiður Smári Guðjohnsen verður vonandi á skotskónum með íslenska landsliðinu í dag. Þorvaldur Örn Kristmundsson
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem leikur gegn N-Írum í Belfast í dag. Tvær breytingar eru á liðinu frá því í leiknum við Spánverja. Brynjar Björn Gunnarsson kemur inn fyrir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tekur stöðu Heiðars Helgusonar. Byrjunarliðið lítur þannig út: Árni Gautur Arason - Grétar Rafn Steinsson, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson - Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Kári Árnason, Hannes Þ. Sigurðsson - Eiður Smári Guðjohnsen, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Leikurinn hefst klukkan 14 og er sýndur í beinni útendingu á Sýn.
mbl.is