Ísland upp um 37 sæti á lista FIFA

Íslenska landsliðið hefur hækkað um 37 sæti á lista FIFA.
Íslenska landsliðið hefur hækkað um 37 sæti á lista FIFA. mbl.is/Brynjar Gauti
Ísland er í 80. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og hefur hækkað um 37 sæti frá síðasta lista fyrir mánuði en liðið hefur unnið Norður-Íra og gert jafntefli við Spánverja síðan. Ítalir eru komnir í 1. sætið á listanum en Argentínumenn eru í 2. sæti og Brasilíumenn í 3. sæti.

Þýskaland er í 4. sæti, Holland í 5. sæti og Frakkar eru komnir niður í 6. sæti. Skotar hækkuðu um 9 sæti og eru í því 14. eftir sigra á Litháen og Frakklandi.

Önnur lönd sem hækka verulega eru Wales, sem hækkaði um 21 sæti og er í 53. sæti, Ungverjar í 55. sæti og hækka um 10 sæti, Kýpur í 68. sæti og hækka um 14 sæti og Lettland í 94. sæti og hækkar um 16 sæti.

Listinn í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina