Ísland mætir Skotlandi í umspili

Íslenska U21-landslið fagnar einu af mörkum gegn Þjóðverjum í Kaplakrika.
Íslenska U21-landslið fagnar einu af mörkum gegn Þjóðverjum í Kaplakrika. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska U21 ára landslið karla í knattspyrnu mætir Skotlandi í umspili fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins en dregið var í umspilinu í Herning í Danmörku í morgun þar sem úrslitakeppnin fer fram næsta sumar. 14 þjóðir taka þátt í umspilinu og sigurliðin sjö ásamt gestgjöfum Dana taka þátt í úrslitakeppninni. Ísland á fyrri leikinn á heimavelli.

Skotar urðu efstir í sínum riðli í undankeppninni. Þeir hlutu 17 stig eins og Hvít-Rússar sem urðu í öðru sæti. Skotar unnu 5 leiki í riðlinum, gerðu 2 jafntefli og töpuðu einum leik. Eyjólfur Sverrrisson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að Skotar væru óskamótherjar og hann getur því glaðst yfir drættinum.

Leikirnir í umspilinu:

Ísland - Skotland

England - Rúmenía

Holland - Úkraína

Spánn - Króatía

Sviss - Svíþjóð

Tékkland - Grikkland

Ítalía - Hvíta-Rússland

Leikirnir eiga að fara fram 8. og 12. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina