Jóhann Berg innsiglaði sigur AZ

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson innsiglaði sigur AZ Alkmaar þegar liðið sigraði Groningen, 4:2, í 2. umferð hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Jóhann lék allan tímann og skoraði fjórða mark leiksins en úrslitin réðust í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1.

mbl.is