Kolbeinn: Spilið ekki nógu gott

Rússar fagna fyrra marki sínu í kvöld.
Rússar fagna fyrra marki sínu í kvöld. AFP

„Rússarnir gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir eru líkamlega sterkir og það var erfitt að hrista þá af sér,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji íslenska landsliðsins við mbl.is eftir 2:0 tap gegn Rússum á Marbeilla á Spáni í kvöld.

„Við vörðumst ágætlega en við þurfum að vinna betur í sóknarleiknum. Okkur gekk ekki nógu vel að spila boltanum okkar á milli og finna menn í fæturna. Rússarnir voru þolinmóðir og refsuðu okkur. Við vorum bara ekki spila góðan leik og þú vinnur ekki lið eins og Rússland ef þú spilar ekki betur en þetta,“ sagði Kolbeinn, sem bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn.

„Það var mikill heiður að fá að bera fyrirliðabandið og ég er mjög stoltur,“ sagði Kolbeinn en nánar verður rætt við hann í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is