Neymar útilokar ekki að fara til Englands

Neymar gæti farið til Englands í framtíðinni.
Neymar gæti farið til Englands í framtíðinni. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar viðurkennir að hann heillast að ensku úrvalsdeildinni og útilokar hann ekki að spila á Englandi í framtíðinni. 

Neymar hefur skorað 99 mörk í 176 leikjum síðan hann kom til Barcelona frá Santos í heimalandinu árið 2013 og skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið fyrir skemmstu.

Þrátt fyrir það, gæti hann haft áhuga á að færa sig yfir til Englands í framtíðinni. 

„Enska úrvalsdeildin heillar mig. Ég kann að meta hvernig leikurinn er spilaður á Englandi og liðin eru skemmtileg. Kannski væri ég til í að spila þar einn daginn.“

„Félög eins og Manchester United, Cheslea, Arsenal og Liverpool eru öll mjög heillandi og þjálfarar eins og Mourinho og Guardiola eru stjórar sem allir leikmenn væru til í að spila fyrir,“ sagði Neymar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert