Theodór Elmar á leið til Tyrklands

Theodór Elmar Bjarnason í leik gegn Englandi á EM í ...
Theodór Elmar Bjarnason í leik gegn Englandi á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason er á leið til Elzagispor í B-deild Tyrklands ef marka má fréttir frá 433.is. Elmar yfirgaf danska félagið AGF á dögunum og fer hann á frjálsri sölu til Elzagispor.

Félög frá Ástralíu, Englandi, Grikklandi og fleiri löndum sýndu Elmari áhuga. Elmar lék 53 leiki fyrir AGF og skoraði í þeim tvö mörk, en hann hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu síðan árið 2004. 

mbl.is