Stórsigur í fyrsta leik Ragnars

Ragnar Sigurðsson í búningi Rubin Kazan.
Ragnar Sigurðsson í búningi Rubin Kazan. Ljósmynd/Rubin Kazan

Ragnar Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir rússneska liðið Rubin Kazan sem vann öruggan 6:0-stórsigur á Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvasldeildinni í knattspyrnu í dag. 

Ragnar byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 71. mínútu er Elmir Nabiullin þurfti að fara af velli vegna meiðsla. 

Rybin Kazan er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö leiki með 11 stig. 

mbl.is