Búið að draga í umspilið fyrir HM

Írar mæta Dönum í umspilinu.
Írar mæta Dönum í umspilinu. AFP

Nú rétt í þessu var dregið í umspil Evrópuþjóða um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

Í pottinum voru þær átta þjóðir sem voru með bestan árangur í öðru sæti í undanriðlunum níu í Evrópu. Sæti í lokakeppninni eru því í boði fyrir sigurvegarana fjóra.

Viðureignirnar eru sem hér segir, en leikið er heima og heiman 9.-14. nóvember næstkomandi. Innan sviga er staða liðanna á heimslista FIFA.

Norður-Írland (23) – Sviss (11)
Króatía (18) – Grikkland (47)
Danmörk (19) – Írland (26)
Svíþjóð (25) – Ítalía (15)

mbl.is