Afgerandi kosning hjá Ronaldo

Portúgalinn Cristiano Ronaldo vann kosninguna í kjöri á knattspyrnumanni ársins hjá FIFA með nokkuð afgerandi hætti en hann hafði betur í baráttunni við Argentínumanninn Lionel Messi og Brasilíumanninn Neymar.

Ronaldo hlaut 43,16% atkvæðanna, Messi kom næstur með 19,25% og Neymar fékk 6,97%.

Hjá konunum hlaut hin hollenska Lieke Martens 21.72% atkvæðanna, Carli Lloyd frá Bandaríkjunum fékk 16,28% og Deyna Castellanos 11,69%.

Zinedine Zidane og Cristiano Ronaldo, á verðlaunahátíð FIFA í Lundúnum ...
Zinedine Zidane og Cristiano Ronaldo, á verðlaunahátíð FIFA í Lundúnum í kvöld. AFP
mbl.is