Kane í sögubækur Meistaradeildarinnar

Harry Kane fagnar marki sínu gegn Juventus í gær.
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Juventus í gær. AFP

Harry Kane, framherji Tottenham, skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi þegar hann skoraði í 2:2-jafntefli við Juventus.

Kane er búinn að skora níu mörk í fyrstu níu leikjum sínum í keppninni og enginn leikmaður hefur skorað jafn mikið í fyrstu leikjum sínum í keppninni. Ronaldinho, Simone Inzaghi, Didier Drogba og Diego Costa skoruðu allir átta mörk í fyrstu níu leikjum sínum.

Kane hefur skorað sjö af þessum mörkum á þessu tímabili og hefur hann þar með jafnað met Steven Gerrard yfir flest mörk skoruð af enskum leikmanni á einu og sama tímabilinu í Meistaradeildinni. Hann getur því en bætt öðru meti í safnið á tímabilinu.

Þá er Kane jafnframt markahæsti leikmaðurinn í öllum keppnum ef litið er til sterkustu fimm deilda Evrópu, en hann hefur skorað 33 mörk á tímabilinu.

mbl.is