Eiður Smári á milli steins og sleggju

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Golli

Það er stórleikur á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og Eiður Smári Guðjohnsen virðist þar vera á milli steins og sleggju.

Chelsea tekur þar á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar, en sem kunnugt er spilaði Eiður Smári með báðum þessum liðum. Hann er einn af aðeins 13 leikmönnum sem hefur spilað með báðum liðum.

„Hvort liðið ætti að styðja í kvöld,“ spyr Eiður Smári á Twitter-síðu sinni og birtir myndir af sér í búningi Chelsea annars vegar og Barcelona hins vegar.

mbl.is