Falcao dæmdur í 16 mánaða fangelsi

Radamel Falcao spilar með Monaco.
Radamel Falcao spilar með Monaco. AFP

Spænskir dómstólar dæmdu kólumbíska knattspyrnumanninn Radamel Falcao í 16 mánaða fangelsi í dag fyrir skattsvik. Hann var einnig sektaður um níu milljónir evra.

Falcao fer hins vegar ekki í fangelsi, þar sem dómurinn er undir tveimur árum. Í spænskum dómsmálum eru dómar undir tveimur árum ávallt skilorðsbundnir.

Dæmt var í tveimur málum hjá Falcao. Árið 2012 sveik hann 822 þúsund evrur undan skatti og árið 2013 sveik hann 4,8 milljónir evra undan skatti, er hann var leikmaður Atlético Madrid á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert