Heimir kemur HB í úrslitaleikinn

Heimir Guðjónsson er á góðri leið með að verða tvöfaldur ...
Heimir Guðjónsson er á góðri leið með að verða tvöfaldur meistari með HB í Færeyjum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB eru komnir í úrslitaleik færeyska bikarins í knattspyrnu eftir 4:1 sigur á AB. HB vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið samanlagt 6:1.

Með HB leika tveir Íslendingar, þeir Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson.

Heimir er því á góðri leið með að verða tvöfaldur meistari í Færeyjum en HB situr á toppi færeysku deildarinnar með fimm stiga forskot. Í úrslitum bikarsins mætir HB grönnum sínum í B36 en bæði liðin koma frá Þórshöfn.

mbl.is