Jorginho á leið í læknisskoðun

Jorginho í baráttunni við Paul Pogba í leik með ítalska ...
Jorginho í baráttunni við Paul Pogba í leik með ítalska landsliðinu. AFP

Ítalski knattspyrnumaðurinn Jorginho er mættur til London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea. Enska félagið borgar Napoli um 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Manchester City en að lokum kaus hann Chelsea þar sem hann vill búa í London. Jorginho spilaði afar vel með Napoli á síðustu leiktíð undir stjórn Maurizio Sarri. 

Sarri mun að öllum líkindum taka við stjórn Chelsea af Antonio Conte sem var rekinn í morgun. 

mbl.is