Courtois vill fá Hazard með sér til Real

Thibaut Courtois er orðinn leikmaður Real Madrid.
Thibaut Courtois er orðinn leikmaður Real Madrid. AFP

Belgíski markmaðurinn Thibaut Courtois er orðinn leikmaður Real Madrid, eftir félagsskipti frá Chelsea. Courtois hefur mikinn áhuga á að fá félaga sinn úr belgíska landsliðinu, Eden Hazard, með til spænska félagsins. 

Hazard hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea að undanförnu og ku Real hafa áhuga á að fá leikmanninn til liðs við sig. „Hann er æðislegur leikmaður,“ sagði Courtois um Hazard á fréttamannafundi í dag. 

„Það væri yndislegt að spila með Hazard aftur og við verðum að sjá hvað gerist í framtíðinni, vonandi kemur hann hingað einhvern daginn,“ sagði markmaðurinn stóri og stæðilegi. 

mbl.is