Jón Guðni fékk þriggja ára samning

Jón Guðni í nýju treyjunni.
Jón Guðni í nýju treyjunni. Ljósmynd/FC Krasnodar

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við rússneska félagið Krasnodar. Hann kemur til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð. 

Jón Guðni er fimmti Íslendingurinn sem spilar í Rússlandi á leiktíðinni. Björn Bergmann Sigurðarson, Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spila með Rostov og Hörður Björgvin Magnússon er leikmaður CSKA Moskvu. Ragnar spilaði með Krasnodar frá 2014 til 2016. 

Jón Guðni hefur einnig leikið með Sundsvall og Beerschot á atvinnumannaferlinum. 

mbl.is