Enginn leikmaður er stærri en Real Madrid

Sergio Ramos fyrir leik Real Madrid og AC Milan í ...
Sergio Ramos fyrir leik Real Madrid og AC Milan í vikunni. AFP

Sergio Ramos vísar orðum Cristiano Ronaldo um að það sé slæm stemming í herbúðum Real Madrid til föðurhúsanna og segir að enginn knattspyrnumaður sé stærri en félagið.

Ronaldo, sem keyptur var til Juventus á 100 miljónir punda í sumar, hefur látið hafa það eftir sér að í Juventus sé miklu meiri fjölskyldustemming en hann upplifði hjá Real Madrid.

„Hérna hefur okkur alltaf liðið eins og fjölskyldu þannig ég veit ekkert hvað hann var að tala um. Við höfum náð miklum árangri vegna þess að við vorum ein fjölskylda sem hann var hluti af. 

„Það er auðvitað slæmt að missa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo en við getum haldið áfram að vinna. Hjá Real Madrid hafa margir leikmenn komið og farið en félagið hefur samt haldið áfram að vinna titla. Enginn er yfir Real Madrid hafinn.“

mbl.is