Marcelo viðurkennir skattsvik

Brasilíumaðurinn Marcelo.
Brasilíumaðurinn Marcelo. AFP

Brasilíski landsliðsbakvörðurinn Marcelo, leikmaður Evrópumeistara Real Madrid, hefur viðurkennt skattalagabrot og er enn einn knattspyrnumaðurinn sem skattayfirvöld á Spáni sekta.

Marcelo var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og þarf að greiða 750 þúsund evrur í sekt en sú upphæð jafngildir um 99 milljónum íslenskra króna.

Brassinn, sem er 30 ára gamall, hefur náð samkomulag við spænsk skattayfirvöld um sektina og þarf hann ekki að dúsa á bak við lás og slá frekar heldur en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Luka Modric, Ángel Di Maria og knattspyrnustjórinn José Mourinho en allir hafa þeir á undanförnum mánuðum verið nappaðir af spænskum skattayfirvöldum fyrir skattalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert