Jafnt hjá Íslendingaflórunni í Rostov

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spila saman í vörn …
Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spila saman í vörn Rostov. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Rostov gerði svekkjandi jafntefli þegar liðið mætti Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rostov hefði getað setið eitt í öðru sæti með sigri, en Ural er í fallsæti.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Ural yfir á 47. mínútu, en Rostov jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar og þar við sat, lokatölur 1:1. Rostov er með 14 stig í öðru sæti eins og Spartak Moskva eftir sjö leiki en Zenit frá Pétursborg er með 19 stig á toppnum.

Þeir Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson spiluðu saman allan leikinn í vörn Rostov. Þá var Björn Bergmann Sigurðarson í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 83. mínútu. Viðar Örn Kjartansson sat allan tímann á varamannabekknum og bíður þess enn að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert