Dramatískur sigur Liverpool á PSG

Neymar sækir að Jordan Henderson í kvöld.
Neymar sækir að Jordan Henderson í kvöld. AFP

Liverpool vann dramatískan 3:2-sigur á PSG í 1. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Roberto Firmino skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í virkilega skemmtilegum leik á Anfield. 

Liverpool fór vel af stað og Daniel Sturridge og James Milner skoruðu á sex mínútna kafla eftir rúmlega hálftíma leik og komu Liverpool í 2:0. Thomas Meunier minnkaði muninn á 40. mínútu og var staðan 2:1 í hálfleik. Kylian Mbappé jafnaði á 83. mínútu, en eins og áður segir skoraði Firmino sigurmarkið í uppbótartíma, en hann kom inn á sem varamaður fyrir Daniel Sturridge á 72. mínútu.

PSG náði ekki að skapa færi á þeim litla tíma sem eftir var og Liverpool því komið á blað í C-riðli í Meistaradeildinni. Í sama riðli gerðu Rauða Stjarnan og Napoli markalaust jafntefli og er Liverpool því eitt á toppnum eftir fyrstu umferð. 

Í A-riðli vann Atlético Madríd sterkan 2:1-útisigur á Mónakó. Samuel Grandsir kom Mónakó yfir á 18. mínútu, en Diego Costa og José Giménez skoruðu fyrir Atlético fyrir hlé og ekkert var skorað í síðari hálfleik. Christian Pulisic skoraði sigurmark Dortmund á 85. mínútu á útivelli gegn Club Brugge, 1:0. 

Galatasaray er komið í forystu í D-riðli eftir 3:0-sigur á Lokomotiv Moskvu. Garry Rodrigues, Eren Derdiyok og Selcuk Inan skoruðu mörk Galatasaray. Schalke og Porto skildu svo jöfn í Gelsenkirchen 1:1. Breel Embolo kom Schalke yfir áður en Otávio jafnaði úr víti á 75. mínútu. 

Atlérico Madríd hafði betur á móti Mónakó.
Atlérico Madríd hafði betur á móti Mónakó. AFP
Liverpool 3:2 PSG opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu 90+1. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert