Ísland gæti horft til Færeyja

Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að það sé alveg ljóst að þetta tímabil var framar vonum. Síðustu tvö tímabil á undan hafði liðið endað í 5. sæti, liðið er tiltölulega ungt, og fyrsta markmiðið var nú bara að koma því í Evrópukeppni. Þegar komið var fram í mitt mót sáum við að það var möguleiki á að gera atlögu að titlinum. Það er frábært að hafa náð því að vinna hann og skemmtilegt eins og alltaf.“

Þetta segir Heimir Guðjónsson sem eftir að hafa unnið fimm Íslandsmeistaratitla sem þjálfari FH tókst að vinna færeyska meistaratitilinn með HB í fyrstu tilraun og var í gærkvöld kjörinn þjálfari ársins á lokahófinu í Færeyjum. 3:0-tap í fyrsta leik gegn KÍ í mars var fall sem reyndist fararheill því HB tapaði aðeins tveimur af 27 deildarleikjum og endaði á að setja stigamet í færeysku deildinni með því að fá 73 stig.

Heimir unir hag sínum afar vel í Færeyjum og mun stýra HB áfram á næsta ári, þegar liðið leikur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu:

„Þetta er mjög skemmtilegur klúbbur, þó að hann sé minni en maður var vanur. Það er frábær samstaða hérna, margir sjálfboðaliðar sem koma að starfinu og eru alltaf tilbúnir að hjálpa. Hérna er góð aðstaða, völlurinn flottur og stuðningsmennirnir hafa verið frábærir. En svo veit maður aldrei hvað gerist ef við lendum í mótlæti. Á næsta tímabili vilja allir vinna okkur sem meistara, við erum þegar byrjaðir að undirbúa það tímabil og eins og ég hef sagt áður er erfiðara að verja titilinn en vinna hann,“ segir Heimir.

Sjá viðtal við Heimi Guðjónsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert