Ögmundur hélt hreinu í sigri

Ögmundur Kristinsson hélt hreinu í dag.
Ögmundur Kristinsson hélt hreinu í dag. AFP

Ögmundur Kristinsson lék allan tímann í markinu hjá Larissa sem hafði betur gegn Giannina í efstu deild Grikklands í fótbolta í dag.

Lokatölur urðu 2:0, Larissa í vil, og hélt Ögmundur því hreinu í fjórða skipti á leiktíðinni. 

Larissa hefur nú leikið fjóra leiki í röð án taps og er liðið í 10. sæti með 11 stig eftir 10 umferðir. Ögmundur er búinn að spila alla leiki Larissa á tímabilinu frá upphafi til enda. 

mbl.is