Elmar farinn frá Elazigspor

Theódór Elmar Bjarnason er farinn frá Elazigspor.
Theódór Elmar Bjarnason er farinn frá Elazigspor. AFP

Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason er farinn frá tyrkneska B-deildarfélaginu Elazigspor. Þetta staðfesti hann á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Elmar gekk í raðir Elazigspor frá AGF í Danmörku fyrir síðustu leiktíð, en samkvæmt tyrkneskum miðlum er fjárhagsstaða félagsins ekki góð. Það hefur því reynst erfitt að borga leikmönnum laun. 

Liðið var nálægt því að fara upp í efstu deild á síðustu leiktíð, en gengið hefur ekki verið gott á þessari leiktíð og er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir tólf leiki. 

„Ég er sorgmæddur að tíminn minn hjá Elazig skyldi enda svona. Ég hitti fullt af æðislegu fólki og eignaðist nýja vini fyrir lífstíð. Ég vona að liðið muni gera vel án mín,“ skrifaði Theódór m.a. á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert