Vítaspyrna Neymars aðskildi nágrannana

Neymar skorar sigurmarkið í London í kvöld.
Neymar skorar sigurmarkið í London í kvöld. AFP

Nágrannaþjóðirnar Brasilía og Úrúgvæ mættust í vináttulandsleik í knattspyrnu á óvenjulegum stað í kvöld en þær áttust við á Emirates-leikvanginum í London, heimavelli Arsenal.

Lengi vel stefndi í markalaust jafntefli en á 76. mínútu fengu Brasilíumenn vítaspyrnu og úr henni skoraði Neymar sigurmarkið. Þetta var hans 60. mark í 95 landsleikjum fyrir Brasilíu og aðeins Pelé með 77 mörk og Ronaldo með 62 hafa skorað fleiri mörk fyrir Brasilíumenn.

mbl.is