Skórnir á hilluna hjá Drogba

Didier Drogba hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna en þessi 40 ára gamla goðsögn Chelsea greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali á BBC.

Drogba skoraði 164 mörk í 381 leik á tveimur skeiðum með Chelsea. Hann vann Englandsmeistaratitilinn fjórum sinnum,  bikarinn fjórum sinnum og varð Evrópumeistari með Chelsea árið 2012. Drogba varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í tvígang.

Undanfarið eitt og hálft ár hefur hann spilað með liði Phoenix Rising í Bandaríkjunum þar sem hann er einn af eigendum félagsins.

„Eftir 20 ár hef ég ákveðið að binda endi á feril minn sem leikmaður,“ sagði Drogba, sem skoraði 65 mörk í 105 leikjum með landsliði Fílabeinsstrandarinnar og var í tvígang útnefndur leikmaður ársins í Afríku.

Didier Drogba.
Didier Drogba. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert