Ísland stendur í stað - Styrkleikaflokkar fyrir HM klárir

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tékkum í september.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tékkum í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 22. sæti á FIFA-listanum og af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 13. sætinu.

Ísland fer þó upp fyrir Austurríki á listanum en í staðinn fer Belgía upp um tvö sæti og upp fyrir báðar þjóðirnar.

Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sætinu. Frakkland fer upp fyrir England og í þriðja sætið og Holland fer upp um þrjú sæti, í sjöunda sætið, en 22 efstu þjóðir á styrkleikalistanum eru:

1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Frakkland
4. England
5. Kanada
6. Ástralía
7. Holland
8. Japan
9. Svíþjóð
10. Brasilía
11. N-Kórea
12. Spánn
13. Noregur
14. S-Kórea
15. Kína
16. Ítalía
17. Danmörk
18. Sviss
19. Nýja-Sjáland
20. Skotland
21. Belgía
22. ÍSLAND

Sjá allan FIFA-listann

Búið er að raða niður í styrkleikaflokka fyrir dráttinn í úrslitakeppni HM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar og miðast styrkleikaflokkarnir við nýjasta styrkleikalista FIFA en dregið verður í riðla á morgun, laugardaginn 8. desember.

1. styrkleikaflokkur: Frakkland, Bandaríkin, Þýskaland, England, Kanada, Ástralía.

2. styrkleikaflokkur: Holland, Japan, Svíþjóð, Brasilía, Spánn, Noregur.

3. styrkleikaflokkur: N-Kórea, Kína, Ítalía, Nýja-Sjáland, Skotland, Taíland.

4. styrkleikaflokkur: Argentína, Síle, Nígería, Kamerún, S-Afríka, Jamaíka.

mbl.is