Heimsmeistararnir mæta Svíum á HM

Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar.
Bandaríkin eru ríkjandi heimsmeistarar. Ljósmynd/FIFA

Dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta í París í dag. Mótið fer fram næsta sumar í Frakklandi. Heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í riðli með Svíþjóð, Taílandi og Síle. 

Grannþjóðirnar í Englandi og Skotlandi eru saman í D-riðli ásamt Argentínu og Japan. Gestgjafarnir í Frökkum eru með Noregi, Suður-Kóreu og Nígeríu í riðli. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, leikur með norska liðinu.

Riðlarnir á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta: 

A-riðill: 
Frakkland, Suður-Kórea, Nígería, Noregur

B-riðill:
Þýskaland, Kína, Spánn, Suður-Afríka

C-riðill: 
Ástralía, Ítalía, Brasilía, Jamaíka

D-riðill:
England, Skotland, Argentína, Japan

E-riðill:
Kanada, Kamerún, Nýja-Sjáland, Holland

F-riðill:
Bandaríkin, Taíland, Síle, Svíþjóð

mbl.is