Demba Ba kynntur á óvenjulegan hátt

Demba Ba fagnar marki með Newcastle á sínum tíma.
Demba Ba fagnar marki með Newcastle á sínum tíma. AFP

Senegalski framherjinn Demba Ba, sem áður fyrr lék með West Ham, Newcastle og Chelsea á Englandi, er búinn að finna sér nýtt félag. Óhætt er að segja að hann hafi verið kynntur til leiks á skrautlegan hátt.

Ba, sem er orðinn 33 ára gamall, er samningsbundinn Shanghai Shenhua í Kína en var í dag lánaður til Istanbul Basaksehir sem er í toppsæti efstu deildar í Tyrklandi. Hann er þar með orðinn liðsfélagi fleiri leikmanna sem gerðu garðinn frægan á Englandi, svo sem Robinho, Emmanuel Adebayor og Gael Clichy.

Eins og sjá má hér að neðan fóru forráðamenn félagsins óvenjulega leið til þess að tilkynna komu Ba.

mbl.is