Hlutabréfin í Juventus ruku upp

Leikmenn Juventus fagna marki Cristiano Ronaldo í gærkvöld.
Leikmenn Juventus fagna marki Cristiano Ronaldo í gærkvöld. AFP

Hlutabréfin í ítalska meistaraliðinu Juventus hækkuðu um rúmlega 20% á hlutabréfamarkaðnum í Mílanó í morgun, degi eftir að Cristiano Ronaldo skaut Juventus í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Juventus sló spænska liðið Atlético Madrid út samanlagt 3:2 en Ronaldo skoraði öll þrjú mörk liðsins.

Juventus sem stefnir hraðbyri að ítalska meistaratitlinum áttunda árið í röð hefur ekki unnið Evrópumeistaratitilinn í 23 ár eða frá því liðið hampaði titlinum árið 1996.

mbl.is