Sextán heimsmeistarar gegn Íslandi

Anthony Martial sóknarmaður Manchester United er meðal þeirra sem koma …
Anthony Martial sóknarmaður Manchester United er meðal þeirra sem koma inn í lið Frakka. AFP

Sextán leikmenn úr heimsmeistarahópi Frakka frá Rússlandi sumarið 2018 eru í 23 manna hópi sem Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu, tilkynnti í dag fyrir leikina gegn Moldóvu og Íslandi í undankeppni EM 22. og 25. mars.

Meðal þeirra sem koma inn í hópinn eru Anthony Martial frá Manchester United, Moussa Sissoko frá Tottenham og Everton-leikmennirnir Kurt Zouma og Lucas Digne.

Hópurinn er þannig skipaður:

<strong>Markverðir:</strong><span> </span>

Alphonse Areola (Paris-SG), Hugo Lloris (Tottenham), Steve Mandanda (Marseille).

<strong>Varnarmenn:</strong><span> </span>

Lucas Digne (Everton), Presnel Kimpembe (Paris-SG), Layvin Kurzawa (Paris-SG), Benjamin Pavard (Stuttgart), Djibril Sidibé (Mónakó), Samuel Umtiti (Barcelona), Raphaël Varane (Real Madrid), Kurt Zouma (Everton).

<strong>Miðjumenn:</strong><span> </span>

N'Golo Kanté (Chelsea), Blaise Matuidi (Juventus), Tanguy Ndombele (Lyon), Paul Pogba (Manchester United), Moussa Sissoko (Tottenham).

<strong>Sóknarmenn:</strong><span> </span>

Kingsley Coman (Bayern München), Nabil Fekir (Lyon), Olivier Giroud (Chelsea), Antoine Griezmann (Atlético Madrid), Anthony Martial (Manchester United), Kylian Mbappé (Paris-SG), Florian Thauvin (Marseille).

mbl.is