Sundsvall sýnir Ara Frey áhuga

Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska knattspyrnufélagið Sundsvall hefur áhuga á að fá landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason í sínar raðir. Ari þekkir vel til Sundsvall því hann var hjá félaginu frá 2008 til 2013. Staðarblaðið í Sundsvall, Sundsvalls Tidning, greinir frá. 

Ari Freyr er sem stendur hjá Lokeren í Belgíu, en hann er samningslaus eftir leiktíðina. Ari Freyr gekk í raðir OB frá Sundsvall og þaðan lá leiðin til Lokeren. Ari vildi lítið tjá sig um framtíð sína í viðtali við Sundsvalls Tidning. 

„Ég hef heyrt í Sundsvall en þeir fengu sama svar og allir. Ég mun ákveða mig í sumar. Ég var þarna í sex ár og alls átta ár í Svíþjóð. Svíþjóð er eins og annað heimili fyrir mig, en ég mun ekki ákveða neitt strax,“ sagði Ari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert