Þjálfaralausir Spánverjar í kvöld

Spánverjar fagna marki gegn Norðmönnum um síðustu helgi.
Spánverjar fagna marki gegn Norðmönnum um síðustu helgi. AFP

Luis Enrique mun ekki stýra spænska karlalandsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það mætir Möltu í undankeppni EM.

Spænska knattspyrnusambandið upplýsir á Twitter-síðu sinni að Enrique verði ekki liðinu í leiknum í kvöld af fjölskylduástæðum og mun aðstoðarmaður hans, Robert Moreno, stjóra liðinu.

Reiknað er með öruggum sigri Spánverja. Þeir unnu Norðmenn í fyrstu umferðinni á laugardaginn 2:1 en Maltverjar höfðu betur á móti Færeyingum 2:1.

mbl.is