Dortmund fær þýskan landsliðsmann

Nico Schulz í baráttunni í landsleik gegn Hollandi.
Nico Schulz í baráttunni í landsleik gegn Hollandi. AFP

Dortmund hefur gengið frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Nico Schulz frá Hoffenheim en þessi 26 ára gamli vinstri bakvörður gerði samning við Dortmund sem gildir til ársins 2024.

Schulz á að baki sex landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað í þeim tvö mörk en hann var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í ágúst á síðasta ári. Auk þess að spila með Hoffenheim hefur hann einnig leikið með Borussia Mönchengladbach og Herthu Berlín í Þýskalandi.

Talið er að kaupverðið nemi um 22 milljónum punda, jafnvirði tæplega 3,5 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert