Aron Einar kominn til Katar

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson á góðri stundu með …
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson á góðri stundu með landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er mættur til Katar og gekkst í dag undir læknisskoðun í Doha hjá sínu nýja félagi Al Arabi þar í landi.

Aron yfirgaf Cardiff eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fyrr í mánuðinum, en samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið. Hann fer því á frjálsri sölu til Kat­ar, þar sem hann skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við Al Ar­abi, með mögu­leika á þriðja ár­inu.

Hjá Al Ar­abi mun Aron spila und­ir stjórn Heim­is Hall­gríms­son­ar sem tók við liðinu í des­em­ber og eins og sjá má á meðfylgjandi færslu Al Arabi á Twitter er undirbúningur Arons þegar hafinn á nýjum slóðum.

mbl.is