Buffon snýr aftur á kunnuglegar slóðir

Gianluigi Buffon gengur aftur í raðir Juventus.
Gianluigi Buffon gengur aftur í raðir Juventus. AFP

Ítalski knattspyrnumarkmaðurinn Gianluigi Buffon mun ganga í raðir Juventus frá PSG á frjálsri sölu á næstu dögum. Buffon gekk í raðir PSG fyrir síðustu leiktíð eftir 17 ára veru hjá Juventus. 

Hann verður varamarkmaður Wojciech Szczesny, sem áður lék með Arsenal. Buffon mun skrifa undir eins árs samning við Juventus og væntanlega halda áfram að starfa innan félagsins eftir næsta tímabil. 

Buffon vann ítölsku deildina níu sinnum með Juventus og lék 656 leiki með liðinu áður en hann hélt til Frakklands. Hann spilaði 25 leiki með PSG á síðustu leiktíð og varð franskur meistari með liðinu. 

mbl.is