Viðar Örn byrjaður að æfa í Kazan

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti í dag á sína fyrstu æfingu með rússneska liðinu Rubin Kazan þó ekki sé búið að ganga frá félagaskiptum hans frá Rostov. Þau hafa legið í loftinu síðustu daga.

Á Twitter-síðu Rubin má sjá Viðar Örn á æfingunni og tekið fram að frekari upplýsingar muni berast síðar. Það má því vera alveg ljóst að félögin eru á síðustu metrunum að ganga frá félagaskiptunum.

Viðar Örn var í láni hjá Hammarby í Svíþjóð frá því í vor og fram á sumar, en hann gekk í raðir Rostov frá Maccabi Tel-Aviv í fyrra. Hann verður annar Íslendingurinn sem hefur leikið með Rubin Kazan, því Ragnar Sigurðsson lék þar um tíma áður en hann gekk í raðir Rostov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert