Kolbeinn mun leika í þýsku D-deildinni

Kolbeinn Birgir Finnsson skrifaði undir þriggja ára samning við Dortmund.
Kolbeinn Birgir Finnsson skrifaði undir þriggja ára samning við Dortmund. Ljósmynd/Dortmund

Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund en þetta staðfesti hans fyrrverandi félag Brentford á Twitter-síðu sinni í dag. Kolbeinn skrifaði undir þriggja ára samning við Dortmund en hann mun leika með U23 ára liði félagsins á komandi leiktíð.

U23 ára liðið leikur í þýsku D-deildinni en liðið er með 3 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í 13. sæti deildarinnar. Kolbeinn lék 13 leiki með uppeldisfélagi sínu Fylki í sumar í úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði tvö mörk. Hann gekk til liðs við B-deildarlið Brentford árið 2018 og lék með varaliði Brentford á síðustu leiktíð.

Kolbeinn er uppalinn í Árbænum en gekk til liðs við hollenska félagið Groningen árið 2016. Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Íslands og þá á hann að baki tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert