Barcelona þarf að bíða lengur eftir Messi

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Barcelona verður áfram án Lionels Messi þegar það tekur á móti Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Messi hefur glímt við meiðsli og ekkert leikið með Spánarmeisturunum á tímabilinu og það hefur svo sannarlega komið niður á gengi liðsins. Börsungar eru aðeins með fjögur stig eftir þrjá leiki en þeir byrjuðu tímabilið í deildinni með tapi á móti Bilbao, þeir unnu Real Betis og gerðu jafntefli við Osasuna fyrir landsleikjafríið.

Alls ekki er víst að argentínski snillingurinn verði búinn að ná sér af meiðslunum fyrir fyrsta leik Barcelona í Meistaradeildinni en þeir sækja Borussia Dortmund heim á þriðjudaginn í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert