Mourinho sagði nei takk

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho hafnaði tilboði frá franska knattspyrnuliðinu Lyon um að taka við þjálfun liðsins. Frá þessu greinir franski miðillinn RMC Sport.

Lyon er í þjálfaraleit eftir að Sylvinho var rekinn frá störfum sem þjálfari liðsins um síðustu helgi. Forráðamenn Lyon settu sig í samband við Mourinho sem hafnaði tilboði félagsins þar sem hann vill komast í starf á Englandi þar sem fjölskylda hans býr. Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember.

Laurent Blanc sem þjálfaði franska landsliðið og síðar Paris SG þykir líklegastur til að taka við þjálfarastarfinu hjá Lyon.

mbl.is