Sektaður og tekinn úr liðinu

Jadon Sancho í leik með enska landsliðinu.
Jadon Sancho í leik með enska landsliðinu. AFP

Jadon Sancho, sókn­ar­maður þýska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Borussia Dort­mund, hefur verið sektaður af félaginu og tekinn úr leikmannahóp liðsins sem mætir Borussia Mönchengladbach í toppslag þýsku efstu deildarinnar í dag.

Það er Sky Sports sem greinir frá því að Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafi tekið ákvörðunina eftir að Sancho skilaði sér of seint til baka til Þýskalands eftir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum Englendinga í vikunni.

Sancho kom inn á í 6:0-sigri Englands á Búlgaríu í vikunni en þjálfari hans í Dortmund er ekki sáttur með hegðun leikmannsins. „Við gerum gríðarlega miklar væntingar til Jadon en þetta er hættuleg hegðun,“ sagði Favre á blaðamannafundi sínum í gær.

„Hann er frábær leikmaður, engin spurning. En hann á margt ólært.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert